Sálfræðilegur Hernaður - Ýmir Valsson

By YmirV
  • Upphaf sálfræðinnar.

    Wilhelm Wundt opnaði fyrstu rannsóknarstofuna í Leipzig í Þýskalandi.
  • Almennt um sálfræðilegan hernað: Fyrsti hluti

    Sálfræðilegur hernaður er aðferð sem að herir nota til þess að minnka stríðsanda andstæðingsins og brjóta niður móralinn. Þetta sló á sálfræðilegu hliðar hermannana og hefur verið notað í öllum stórum stríðum, nánast frá upphafi. Þessar árásir eru oft gerðar á eitthvað persónulegt eins og til dæmis fjölskyldu og ástvini. Þar sem að álagið á hermennina er gríðarlegt í stríðinu sjálfu þá getur maður rétt ímyndað sér hvernig það er ef að reynt er að brjóta mann niður andlega líka.
  • Almennt um sálfræðilegan hernað: Annar hluti

    Til að mynda ef að þú værir ranglega verið látinn vita að eitthvað hafi komið fyrir fjölskyldu þína eða eitthvað slíkt. Þessar sálfræðilegu aðgerðir eru sniðnar að tilteknum hermönnum að hverju sinni. Hermennirnir eru látnir efast um yfirvaldið eða þá sem stjórna aðgerðunum, gera út um alla von sem þeir eiga um að komast heim.
  • Almennt um sálfræðilegan hernað: Þriðji hluti

    Einnig er sálfræðilegur hernaður notaður í þeim tilgangi til þess að styrkja sitt eigið lið en áhugaverðara finnst mér þegar það er notað til þess að brjóta niður vilja andstæðingsins til þess að halda áfram að berjast eða verja sig.
  • Upphaf heimstyrjaldarinnar seinni.

    Hitler/Þýskaland ræðst inn í Póland.
  • Bæklingar í WWII

    Í seinni heimstyrjöldinni voru bæklingar notaðir í sálfræðilegum hernaði. Bæklingum var sleppt úr flugvélum yfir svæði óvinarins sem innihéldu alls kyns niðurbrjótandi skilaboð eða loforð sem lofuðu frelsi eða einhverju góðu í staðinn fyrir það að gefast upp.
    Bretar notuðu bæklinga sem lofuðu friðhelgi og frelsi fyrir þá sem gáfust upp.
    Sögum var sleppt niður til hermanna til þess að setja upp mynd af því hvernig aðstæður konur eða kærustur þeirra eru í meðan þeir eru í stríðinu.
  • Sálfræðingar ráðnir til breska hersins.

    Breski herinn fékk til liðs við sig um leið og stríðið byrjaði sálfræðinga og heimspekinga sem áttu að finna upp aðferðir við að brjóta andstæðinginn andlega niður. Þeir fundu bestu leiðina vera að reyna að “bæta gráu ofan á svart”. Auka álagið sem hafði nú þegar myndast vegna stríðsins.
  • Fæðingardagur Sigmund Freud.

  • Upphaf Víetnam-stríðsins.

  • Sálfræðilegur hernaður í Víetnam stríðinu.

    Bandaríkjamenn í Víetnam stríðinu nýttu sér sálfræðilegan hernað til sinnar fullnustu. Þeir tóku á persónulegum hliðum hermannana eins og börnum, fjölskyldum og eiginkonum. Þeir spiluðu upptökur með sterkum hátölurum sem bandarískir hermenn báru á bakinu. Þessar upptökur hljómuðu eins og þær komu langt út úr skóginum.
  • Operation Wandering Soul: Fyrsti hluti

    Ein aðgerð sem Bandaríkin notuðu hét Operation Wandering Soul. Búddistar trúa því að ef einhver er ekki jarðaður almennilega og með sæmd muni sálin þeirra rísa upp aftur og ganga um það svæði þar sem þau eru jörðuð eða dóu. Bandaríkjamenn spiluðu upptöku sem hét Wandering Soul úr hátölurum sínum. Þessi upptaka innihélt búddha jarðarfarar tónlist sem átti að hræða hermennina.
  • Operation Wandering Soul: Annar hluti

    Einnig voru spilaðar raddir ungra barna sem kölluðu á föður sinn og raddir eiginkvenna og fjölskyldna. Þegar maður hlustar á þessa upptöku þá finnst manni hún ekki vera mjög hræðileg. En ef maður setur sig í fótspor hermannana; aleinir í frumskógi í myrkrinu. Draugalegt lag spilast og þeir heyra dætur sínar kalla á sig. Finna fyrir draugum fallna hermanna ganga aftur í kringum þá.
  • Fyrsta Eurovision.

    Fyrsta Eurovision keppnin haldin í Sviss.
  • JFK skotinn.

    John F. Kennedy var myrtur.
  • Fæðingardagurinn minn.

  • Barack Obama innsettur í fyrsta sinn.

  • Sálfræði dagsins í dag.

    Hvar er sálfræðin stödd árið 2017?
  • Heimildir

    Britannica. (1998). Psychological warfare. Sótt 18. maí 2017 af:
    https://www.britannica.com/topic/psychological-warfare
    Þessi heimild er góð vegna þess að Britannica er góð og gild stofnun.
    Stanford. Ekkert ártal. The Psychology of Warfare. Sótt 18. maí 2017 af:
    http://cs.stanford.edu/people/eroberts/courses/ww2/projects/psychological-warfare/
    Stanford er virtur háskóli í BNA.
  • Heimildir 2

    Friedman, Herbert A. Ekkert ártal. The Wandering Soul. Psywarrior.com. Sótt 18. maí 2017 af:
    http://psywarrior.com/wanderingsoul
    Stanford notaði þessa heimild til þess að vinna að sinni vefsíðu um þetta málefni. Þess vegna er þetta góð heimild.